Í gær, föstudaginn 28. janúar var sólardagurinn á Siglufirði.

Sú hefð hefur myndast í bænum við það gleðilega tilefni að börnin ganga í halarófu úr skólanum, stilla sér upp í kirkjutröppunum og syngja nokkur sólarlög.

Bæjabúar fagna einnig sólinni með pönnukökuáti og hafa eflaust margar rjómapönnsurnar runnið ljúflega niður.

Sjálfsbjörg sem séð hefur bæjabúum fyrir pönnukökum á sólardaginn í rúmlega 40 ár hefur látið af bakstrinum og Aðalbakarí tekið við keflinu og bakaði yfir 1000 pönnukökur í tilefni af deginum.

Pönnukökur með rjóma og bláberjasultu. Mynd/Kristín Magnea Sigurjónsdóttir
Sólardagurinn á Siglufirði í dag

Mynd/Þórarinn Hannesson