Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan stjórnanda í starf héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis með aðsetur á Sauðárkróki. Umdæmið nær frá Skagafirði að Dalabyggð að meðtöldum Vestfjörðum. Um fullt starf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stjórnun og rekstur umdæmisskrifstofunnar
  • Framkvæmd opinbers eftirlits
  • Skipulag á eftirliti með heilbrigði og velferð dýra (búfé og gæludýr)
  • Skipulag á eftirliti með frumframleiðslu matvæla, slátrun og vinnslu dýraafurða
  • Skipulag og ábyrgð á matvælaeftirliti
  • Framkvæmd sóttvarna og varnir gegn smitsjúkdómum dýra
  • Skipulag bakvaktaþjónustu í umdæminu
  • Aðkoma að stjórnsýsluákvörðunum og eftirfylgni með þeim

Hæfniskröfur

Umsækjendur skulu hafa dýralæknamenntun og reynslu af hefðbundnum dýralæknastörfum. Krafa er gerð um mjög góða færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og enskukunnátta er áskilin, ásamt góðri almennri tölvukunnáttu. Öguð vinnubrögð, góðir skipulagshæfileikar og geta til að starfa sjálfstætt eru áskilin. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun starfsfólks og innsýn í opinbera stjórnsýslu. Góð framkoma og lipurð í samskiptum er skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Dýralæknafélag Íslands hafa gert.

Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á mast.is. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.08.2022