Alls eru 53 smitaðir af Covid-19 á Norðurlandi.

31 er smitaður á Norðurlandi eystra en 22 á Norðurlandi vestra.

Ekki fengust upplýsingar um nákvæma staðsetningu smita, ekki eru gefin upp einstök póstnúmer smitaðra svæða að sögn lögreglu.

Alls eru 798 manns í sóttkví, 396 á Norðurlandi vestra og 402 á Norðurlandi eystra.