Hljómsveitin Hr. Eydís kom með nýja ábreiðu á föstudaginn og það er enginn annar en hinn frábæri, hæfileikaríki og stórskemmtilegi Björgvin Franz Gíslason sem syngur með þeim að þessu sinni.
Það er alltaf mikil tilhlökkun í hópnum þegar Björgvin Franz kemur enda er þá alltaf mikið hlegið. Hann stjórnaði sjálfur hvaða lag hann tæki, en þetta ákveðna lag er í miklu uppáhaldi hjá honum.
Það er lagið Break My Stride með Matthew Wilder.
Lagið kom út árið 1983 og varð fljótlega mjög vinsælt um allan heim. Það magnaða samt er að plötufyrirtæki Wilder hafði enga trú á laginu og sleit við hann samningi. Matthew Wilder leitaði því á önnur mið og fann sér plötufyrirtæki sem trúði á hann. Eins og áður sagði sló lagið í gegn og er eitt af þessum ´80s lögum sem hljóma enn í dag.
„Ég man að Break My Stride kom út á tvöfaldri safnplötu á Íslandi, ásamt fleiri vinsælum lögum. Bekkjarfélagi minn átti plötuna og ég fékk hana lánaða til að taka hana upp á kassettu….svona eins og maður gerði. Það lá hins vegar á að skila henni……áður en Break My Stride hætti að vera vinsælt. Það segir sig sjálft að ég þurfti ekki að flýta mér sérlega mikið því lagið var svakalega vinsælt“ segir Örlygur söngvari og gítarleikari Hr. Eydís og brosir að minningunni.
Hlekkur á nýjasta 80´s lagið: https://youtu.be/50V8nG78I4c
Rás hljómsveitarinnar á Youtube: https://www.youtube.com/@eydisband
Instagram: eydisband
Facebook: Hr. Eydís (hreydisband)
TikTok: eydisband
Aðsent