Á fimmtudaginn fékk sveitastjóri Dalvíkurbyggðar, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir og upplýsingafulltrúar hjá Dalvíkurbyggð skemmtilega heimsókn frá átta norskum konum ásamt leiðsögumanni.

Konurnar koma frá Hamar vinabæ Dalvíkurbyggðar í Noregi og færðu þær Eyrúnu fána að gjöf.

Konurnar fengu stutta kynningu um sveitarfélagið og lífið í Dalvíkurbyggð. 

Myndir/Dalvíkurbyggð