Þetta er þriðji mánuðurinn sem Trölli.is hefur fengið sendan launaseðil öryrkja, fréttirnar hafa vakið mikla athygli og umræðu um aðbúnað þeirra tæplega 22 þúsund Íslendinga sem eru dæmd í fátækt vegna örorku.

Sjá fyrri fréttir um launaseðil öryrkja, hér.

Hefur verið ákveðið að birta laun hans mánaðarlega til að sýna svart á hvítu þennan blákalda raunveruleika sem við íslendingar bjóðum öryrkjum uppá, svo ekki sé talað um eldri borgara.

Launaseðill öryrkja í febrúar 2020. Eru þetta einu launin sem hann hefur enda ekki getað safnað sér upp lífeyrisréttindum sökum veikinda.

Hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri.

Öryrkinn sem þennan launaseðil á lenti í slysi á unga aldri og hefur ekki náð fullum bata eftir það. Með árunum hefur þetta slys haft aukinn áhrif á líf og heilsu sem hefur gert það að verkum að hann er ófær um líkamlega vinnu.

Nú höfum við fengið sendan launaseðil fyrir febrúar 2020 og þessar línur með.

“Það er tvennt sem mig langar að nefna þennan mánuð sem öryrki.

Fyrst má nefna fréttina sem birtist á heimasíðu ÖBÍ um að einungis 6,5 % örorkulífeyrisþega fái óskertan lífeyri.

Segir þar meðal annars, Ólafur Ísleifsson, alþingismaður, lagði fram fyrirspurn til Ásmundar Einars Daðasonar, félags og barnamálaráðherra, um skerðingar í almannatryggingakerfinu. Niðurstöðurnar í svari ráðherra eru þær að 93,5% örorkulífeyrisþega þurfa að búa við skerðingar, og 93,9% endurhæfingarlífeyrisþega.

Í mínum huga segir þetta aðeins eitt. Það er allt gert til að koma í veg fyrir að ég geti lifað mannsæmandi lífi, allt!

Svo er það eitt sem ég hef verið að hugsa í langan tíma. Hvað er Öryrkjabandalagið að gera? Finnst það ekki sýna nokkurn kraft né frumkvæði fyrir okkur. Ef ég fer t.d. yfir heimasíðuna hjá þeim er megnið fréttir sem koma frá fjölmiðlum. Eru einhverjar viðræður við ríkið?

Það sem ég varð var við þegar launþegar voru í kjaraviðræðum, var að það átti náðsamlega að spyrða okkur öryrkja við þær. Síðan gerðist ekki neitt. Nú ætti ÖBÍ að fara að upplýsa okkur um hvað er verið að gera þar innanhúss”.

Skjáskot af heimsíðu ÖBÍ


Myndir: aðsendar