Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því hér í stjórnsýslunni að gera aðgengilegar upplýsingar um lausar lóðir í sveitarfélaginu og má nú nálgast myndrænt yfirlit um lausar lóðir í kortasjá sveitarfélagsins sem aðgengileg er á vef Fjallabyggðar.

Annarsvegar má finna upplýsingar um lóðir sem nú þegar eru á skipulagi en einnig tækifæri til uppbyggingar innan núverandi byggðar. Framundan er að auka við upplýsingar um einstakar lóðir enda er það ætlun sveitarfélagsins að í kortasjánni verði auðvelt að skoða alla þá kosti sem eru til uppbyggingar og að þar komi fram upplýsingar um hvað þarf til t.d. í tilvikum lóða sem eru innan núverandi byggðar.

Einnig má sjá afmarkanir stærri byggingarreita hvar mögulegt er t.d. að byggja rað- eða fjölbýlishús.

Hér má nálgast kortasjá Fjallabyggðar,  haka þarf í „Lóðir til úthlutunar“ á vallista hægra megin á síðunni.

Elías Pétursson
Bæjarstjóri Fjallabyggðar