Fremur kuldalegt hefur verið á Norðurlandi undanfarið og er spáð norðlægðum áttum fram á sunnudag með rigningu, slyddu eða snjókomu.

Það festi snjó á Siglufirði í gær þann 11. maí, ekki var laust við að bæjabúum fyndist ansi jólalegt um að lítast eins og myndirnar sem Andri Hrannar Einarsson tók bera með sér.

Veðurspáin í dag og næstu daga frá Veðurstofu Íslands.

Í dag:
Norðaustan 5-10 á morgun en 8-15 norðvestantil. Víða rigning eða snjókoma en léttir til sunnan heiða seinnipartinn.
Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast sunnanlands.

Á föstudag:
Norðan 5-10, en hvassari með austurströndinni. Snjókoma eða slydda á Norður- og Austurlandi og hiti um frostmark. Bjartviðri sunnan heiða með hita að 9 stigum yfir daginn.

Á laugardag:
Austan 5-13 og rigning með köflum en heldur hægari og úrkomuminna fyrir norðan. Úrkomuminna um kvöldið. Hlýnar smám saman.

Á sunnudag:
Suðlæg átt 3-8, skýjað og væta af og til en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 6 til 12 stig en svalara fyrir austan.


Myndir/Andri Hrannar Einarsson