Nú fer að hefja göngu sína nýr þáttur á FM Trölla, þátturinn nefnist Síld og Fiskur, og verður sendur út beint frá hljóðveri FM Trölla á Hvammstanga annan hvern fimmtudag kl 19 – 21.

Stjórnendur þáttarins verða Sigurvald Ívar Helgason og Birta Þórhallsdóttir, en þau eru þekkt fyrir mikið og vandað menningarstarf í Húnaþingi vestra og víðar.

Hina fimmtudagana, kl 19 – 21 verða þær stöllur Elísabet og Herdís áfram með þáttinn sinn Elísadís, sem ætti að vera hlustendum FM Trölla kunnugur.

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Mynd: úr einkasafni