Á vef Veðurstofu Íslands segir að vestlæg átt verði með 5-10 m/s og skýjað að mestu, en úrkomulítið. Gengur í suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðvestantil, og fer að rigna í nótt. Talsverð rigning um vestanvert landið á morgun og útlit fyrir hríð á fjallvegum norðanlands fram eftir morgni

Á vef Vega­gerðar­inn­ar var­ar veður­fræðing­ur við hviðum 30 til 35 metr­um á sek­úndu með suðvestanátt­inni í Ísa­fjarðadjúpi. Verst verða þær frá kl. 7 til 10.  Eins verða svipti­vind­ar á Öxna­dals­heiði fyr­ir há­degi og vest­an­til í Eyjaf­irði.

Reiknað er með hríðarkófi á Vatns­skarði og Öxna­dals­heiði frá því seint í nótt og fram á morg­un­inn þegar nær að hlána. Hvasst verður um norðvest­an­vert landið fram­an af morg­un­deg­in­um en gul viðvör­un er í gildi.

Á laugardag:
Norðan og norðvestan 8-15 m/s og skúrir, en síðar él, á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnantil á landinu. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast með Suðurströndinni.

 

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir