Fasteignamiðlun kynnir eignina Ólafsvegur 42, 625 Ólafsfjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 215-4288 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Ólafsvegur 42 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 215-4288, birt stærð 206.1 fm.
Skoða myndir: Hér

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Nánari lýsing:

Um er að ræða einbýlishús frábærlega staðsett í göngufæri við leikskóla og verslun. 
Gengið er inn í flísalagt anddyri með góðu fatahengi og skáp. Inn af anddyri er hitakompa með skápum og góðu geymsluplássi. Einnig er rúmgott svefnherbergi sem er flísalagt. Neðri hæð samanstendur af anddyri, svefnherbergi, baðherbergi, stofu, eldhúsi, búri og þvottahúsi. Stofa og borðstofa liggja saman og er parketlögð með miklu gluggaplássi út að götu og útgang út á lítinn pall. Eldhús er rúmgott U- laga með kork á gólfi. Innrétting er hvít með dökkri borðplötu og flísum á milli skápa. Herbergi er inn af eldhúsi sem í dag er nýtt sem búr með miklu geymsluplássi. Þvottahús er rúmgott með góðu skápaplássi og útgengi út á pall aftan við hús þar sem eru snúrur. Nýleg hurð er á þvottahúsi, hvítar innréttingar og hvít borðplata, vaskur og flísar á gólfi. Baðherbergi er rúmgott með opnanlegum glugga. Innréttingar eru hvítar og dökk borðplata með vask. Nýlegur sturtuklefi er á baðherberginu og klósett. Flísar eru á gólfi. Timbur stigi liggur upp á efri hæð en undir honum er gott geymslupláss. 
Efri hæðin samanstendur af 3 svefnherbergjum, stofu, baðherbergi, risi, geymslu og skrifstofurými. Hún er að hluta til undir súð með geymsluplássi inn í veggjum á tveimur stöðum eða inni í barnaherbergjunum. Út frá einu svefnherbergi og stofu er útgangur út á stórar steyptar svalir sem liggja í suður með frábæru útsýni inn fjörðinn. Fljótandi parket er á efri hæð eignarinnar fyrir utan baðherbergi. Baðherbergi er flísalagt með baðkari, klósetti, vask og innréttingu. Veggir eru einnig flísalagðir og innrétting hvít. Stigi er upp í ris sem er dúkalagt með gluggum. Einnig er ágætis geymslurými fyrir ofan hjónaherbergi. 
Stór pallur er fyrir aftan eignina og minni pallur fyrir framan. Steypt plan er fyrir framan bílskúr. Bílskúr er með flotuðu gólfi og geymslulofti. Vatnslagnir liggja inn í bílskúr og vaskur. 

Anddyri: flísalagt með ljósum flísum, hvítum skáp og fatahengi. 
Hitakompa: flísar á gólfi, hitagrind og hvítir geymsluskápar. 
Stofa: parketlögð með útgang út á pall. 
Eldhús: Hvítir skápar, Mahogani borðplata og korkur á gólfi. 
Baðherbergi: bæði á efri og neðri hæð. Á neðri hæð er nýlegur sturtuklefi, vaskur, innréttingar og nýlegt klósett. Flísar eru á gólfi. Á efri hæð er baðkar, vaskur, innrétting og klósett. Flísar eru á gólfi og hluta af vegg. 
Svefnherbergi: Eitt herbergi er á neðri hæð og þrjú á efri hæð. Flísar eru að gólfi á neðri hæð en parket á gólfi á efri hæð. Fataskápar eru í einu herbergi á efri hæð undir súð. Gengið er út á svalir úr hjónaherbergi á efri hæð. 
Þvottahús: Hvítir skápar og gráar flísar á gólfi. Útgengt er út á pall úr þvottahúsi. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali