Súkkulaðimúsin hennar mömmu

  • 250 g dökkt súkkulaði
  • 3 egg
  • 60 g sykur
  • 4-5 dl rjómi

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið aðeins. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er orðin ljós og létt. Þeytið rjómann.

Hrærið súkkulaðinu saman við eggjablönduna og blandið svo þeytta rjómanum varlega saman við með sleif. Kælið í ísskáp í 3 klst áður en borið fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit