Í dag verður þátturinn Tónlistin á dagskrá FM Trölla.
Þátturinn mun taka breytingum í dag að því leiti að hann verður helmingi styttri en hann hefur verið, eða ein klukkustund.
Þátturinn er sem fyrr á dagskra klukkan 15:00, strax á eftir þættinum Tíu Dropar.

Í dag verður einungis ný tónlist spiluð. Öll lögin í þættinum eiga það sameiginlegt að vera gefin út í ár, nema eitt lag. Það telst samt með sem nýtt lag þar sem það kom út mjög seint í desember 2021.

Meðal flytjenda í dag eru:

  • Albatross
  • Alesso og Katy Perry
  • Jarle Bernhoft
  • Dirty Honey
  • Eric Clapton
  • Friðrik Dór
  • Gang of youth
  • Goodbye June
  • Ómar Diðriksson
  • Löður

ásamt fleirum.

Missið ekki af þættinum Tónlistin á Trölla FM 103,7 og á trölli.is