Hægt er að sjá innlit á æfingu á Richard Schwennicke og Daniel Ramírez þar sem þeir leika byrjunartóna “Premiére Rhapsodie” eftir Debussy. Richard og Daniel á facebooksíðu Berjadaga 2023. Þeir koma fram á Berjadögum föstudaginn 4. ágúst í Menningarhúsinu Tjarnarborg kl. 21:30.

Daniel Ramírez er klarínettuleikari frá México. Hann stundaði bakkalárnám við Escuela Superior de Música y Danza í Monterrey, Mexico, en lauk síðan mastersnámi í Codarts, Rotterdam. Daniel skipulagði tónlistarhátíðina “International Clarinet Festival of Monterrey” í þrjú ár samfleytt ásamt því að sinna stöðu klarinettuleikara í Orquesta Filarmónica del Desierto de Coahuila.

Daniel hefur nú sest að á Íslandi og kennir á bæði klarinett og saxófón.

Richard Schwennicke verður fastráðinn hljómsveitarstjóri og yfirmaður tónlistardeildarinnar í Staatstheater, Darmstadt, á komandi starfsári. Hann mun koma til með að stjórna Eugene Onegin, Tales of Hoffmann og Elektru í Darmstadt ásamt því að koma fram sem hljómsveitarstjóri í Staatstheater Hannover, en hann var meðal starfsmanna þar árið 2020 til 2023. Richard stundaði píanónám hjá próf. Gerrit Zitterbart, hljómsveitarstjórn hjá próf. Martin Brauß og kammermúsík hjá próf. Jan Philip Schulze í Hanover. Hann hefur stjórnað og flutt úrval þekktra verka í Hannover og gegnt hlutverki tónlistarstjóra í sviðsetningum nýrra verka.

__ __ __ __

Dagskrá Berjadaga: https://berjadagar.is/berjadagar…/berjadagar-2022-dagatal/

Miðar: https://tix.is/is/event/15829/berjadagar-tonlistarhati-/