Í búðargluggum á Siglufirði hangir augl‎ýsing sem ‎‎býður til tónleika í Segli 67  í kvöld sunnudagskvöld 27. nóv. kl 20.

Þar flytur Sasha Boole úkraínska  útlagasöngva og sögur af furðum, hryllingi og undrum.

Ennfremur er á auglýsingunni þessi skemmtilegi texti:

„Það er til fólk sem lætur sig varða upplifun, skilning, þekkingu og sjónarhorn fólks af ólíkum uppruna. Það er stundum erfitt, en alltaf smart að vera svoleiðis fólk.
Svoleiðis fólk mætir á tónleika með úkraínsku söngvaskáldi og sögumanni.“

FRÍTT INN!