Þann 16. júní kom út platan Sjálfsmynd með Bubba Morthens.

Áður hafa komið út fjögur lög af plötunni. Það eru Sól rís, Á horni hamingjunnar, Ástrós og Ennþá er tími. Sjálfsmynd er 34. sólóplata Bubba.

Á plötunni eru sömu hljóðfæraleikarar og á síðustu plötu Bubba, Regnbogans stræti. Það voru þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari, Hjörtur Ingvi Jóhannsson hljómborðsleikari, Örn Eldjárn gítarleikari, Aron Steinn Ásbjarnarson saxófónleikari og Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommari. Auk þeirra syngja BRÍET og GDRN í laginu Ástrós.

Lagalisti

1. Ertu góður?
2. Guð er ekki til
3. Þessir menn
4. Hungur
5. 12 hvítir hestar
6. Stofa 112
7. Hver dagur
8. Á horni hamingjunnar
9. Ástrós (feat. BRÍET)
10. Ennþá er tími
11. Sól rís

Sjálfsmynd á Spotify