Í september 2020 var Trölla.is bent á að flugvöllurinn á Siglufirði væri orðin grasi- og mosavaxinn, flugbrautin var malbikuð 13. júlí 2018.

Fréttaritari fór með myndavélina og skoðaði brautina. Meðfylgjandi eru myndir af ástandinu ásamt mynd frá 13. júlí 2018 þegar verið var að malbika.

Þar sem flugbrautin er í eigu Fjallabyggðar sendi Kristín Sigurjónsdóttir erindi til bæjarráðs og spurði hvað Fjallabyggð segir um ástand vallarins, hver eru framtíðar áform varðandi flugvöllinn? og hver tók ákvörðun á sínum tíma um að enduropna flugvöllinn með tilheyrandi kostnaði?

Á 673. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var málið tekið fyrir og gerð eftirfarandi bókun.

“Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra varðandi ástand vallarins og fjölda lendinga á árinu 2020. Bæjarráð bendir á að ákvörðun um viðhald eigna sveitarfélagsins er tekin af bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert. Bæjarstjórn tekur jafnframt ákvarðanir um einstök verkefni og fjárútlát”.

Trölli.is þakkar bæjarráði greinargóð svör og mun birta umsögn bæjarstjóra þegar hún liggur fyrir.

Flugvöllurinn á Siglufirði 14. september 2020

Lagt var nýtt slitlag á flugvöllurinn á Siglufirði 3. júlí 2018