Þann 15. júlí síðastliðinn var keyrt utan í nýlegan ljósgráan Toyota Yaris og stungið af. Töluvert tjón hlaust af og óskar eigandinn eftir vitnum eða öðrum upplýsingum um atvikið.

Keyrt var utan í bílinn fimmtudaginn 15. júlí á milli kl. 14:00 og 15:00 þar sem hann stóð mannlaus á malarplaninu við Túngötu 40 ( næsta húsi við Fríðu Súkkulaði kaffihús)

Þeir sem geta gefið upplýsingar er bent á að hafa samband við lögregluna á Norðurlandi eystra í síma, Akureyri: 444 2800 – Fjallabyggð: 444 2860.

Myndir/aðsendar