Undanfarnar vikur hafa staðið yfir lagfæringar á syðri kirkjugarðinum á Siglufirði sem sóknarnefnd ákvað að fara í.

Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til þar sem ákveðið var að fara í allan garðinn. Búið er að lagfæra 2 stalla af 3.

Verkið er vandasamt þar sem legsteinunum er lyft upp, sett nýtt undirlag undir þá, sandur, svo eru legsteinarnir settir niður og þökulagt upp að þeim. Þannig er garðurinn sléttaður.

Þar hafa verið að verki fyrirtæki í eigu Sölva Sölvasonar og hans menn.

Mikil ánægja hefur ríkt meðal þeirra sem lagt hafa leið sína í garðinn að undanförnu og eiga þeir heiður skilið fyrir vönduð vinnubrögð og frábæran frágang.

Myndir og heimild/ Kirkjugarðar Fjallabyggðar