Borist hafa kvartanir yfir því að hundaeigendur á Hvammstanga hirði ekki upp eftir hunda sína þegar þeir gera stykki sín á opnum svæðum sveitarfélagsins, útivistarsvæðum, einkalóðum og gönguleiðum sem eru á Hvammstanga. Íbúar eru minntir á að samkvæmt e-lið 2. gr. Samþykktar um hunda- og kattahald er lausaganga hunda í þéttbýli bönnuð, en þar segir:

Óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa innan marka þéttbýlis nema nytjahunda þegar þeir eru að störfum og í gæslu eiganda eða umráðamanns. Hundar skulu að öðru leyti ávallt vera í taumi utanhúss og í fylgd manneskju sem hefur fullt vald yfir þeim. Þegar hundur er í festi á
lóð skal lengd festarinnar við það miðuð að óhindrað megi ganga að aðaldyrum húss. Eiganda eða umráðamanni hunds er alltaf skylt að fjarlægja saur eftir hundinn.