Sunnudaginn 11. júlí var hin árlega sumarmessa haldin í Knappstaðakirkju að fjölmenni viðstöddu.

Prestur var sr. Halla Rut Stefánsdóttir og Stefán Gíslason spilaði undir almennan safnaðarsöng.

Blíðskaparveður var og nutu kirkjugestir veitinga í kirkjugarðinum að messu lokinni.

Þess má geta að þann 10. júlí var afmælisdagur Guðbjargar Indriðadóttur á Brúnastöðum sem var ein af forsvarskonum endurgerðar Knappsstaðakirkju á sínum tíma, hún hefði orðið áttræð þann dag.

Myndirnar tók Rebekka Halldórsdóttir.

Messað í Knappstaðakirkju í dag – kaffi í kirkjugarðinum