Eins og hlustendum FM Trölla á Siglufirði er kunnungt hefur verið ólag á útsendingum stöðvarinnar á Siglufirði.

Ástæðan er bilun í loftneti sem staðsett er á strompi gömlu Ketilstöðvarinnar. Fyrir nokkru fluttu öll fjaskiptafyrirtæki starfsemi sína af strompinum, eftir áratuga veru þar, og þessa dagana stendur til að flytja sendibúnað FM Trölla einnig á nýjan stað.

Af þessum sökum munu útsendingar FM Trölla á Siglufirði liggja niðri það sem eftir er þessarar viku en koma vonandi sterkar inn eftir helgina.

Hægt er að hlusta á útsendingar FM Trölla úti um allan heim á netinu með því að smella hér: HLUSTA

Forsíðumynd tekin með dróna: Ingvar Erlingsson