Fjarðargangan í Ólafsfirði hófst í gær og er vegleg dagskrá í dag

Dagskrá laugardaginn 10.febrúar.

08:00-10:30 Móttaka keppnisgagna í íþróttahúsinu Ólafsfirði.

08:00-14:00 Ísfell Húsavík og Fjallakofinn með sölubása í íþróttahúsinu

10:00 “Barna Fjarðargangan” ræst. Börn fædd 2016 og yngri.

11:00 “Fjarðargangan 2024” ræst.

Gengið er með hefðbundinni aðferð. Stranglega bannað að kasta frá sér rusli, t.d. bréfum af orkugeli.

Kjötsúpa og grænmetissúpa að keppni lokinni.

15:00 Menningarhúsið Tjarnarborg, kaffisamsæti, verðlaunaafhending og úrdráttarverðlaun.

Götur í Ólafsfirði eru víða lokaðar eða þrengdar vegna Fjarðargöngunnar. Bílastæði eru af skornum skammti við Íþróttahús og er fólki bent á bílastæði í nærliggjandi götum eða við Menntaskólann á Tröllaskaga.

Mynd/Magnús G Ólafsson