Sveitasæla 2019, landbúnaðarsýning og bændahátíð, verður haldin laugardaginn 17. ágúst í reiðhöllinni Svaðastöðum í Skagafirði. Dagskráin er mjög metnaðarfull og allir ættu að finna eitthvað við hæfi.

Dagskráin:

 

Föstudagur 16. ágúst

Fákaflug – Opið Gæðingamót.
Riðin verður sérstök forkeppni.

Laugardagur 17. ágúst

Fákaflug – Keppt í tölti í ýmsum flokkum
ásamt kappreiðar í ýmsum greinum.
Sveitasæla 2019

10:00 Sýningin opnar – handverksmarkaður, vélasýning,
fyrirtækjasýning og matarkistan-beint frá býli,
hoppukastalar, dýragarður og veitingasala.

11:00 Karíus og Baktus-Leikhópurinn Vinir.

11:30 Setning Sælunnar
Tónlistaratriði: Sigvaldi Helgi og Bergrún Sóla.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setur hátíðina.
Guðrún Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka
ávarpar gesti.
Tónlistaratriði: Sigvaldi Helgi og Bergrún Sóla.

12:30 Hrútadómar/Hrútaþukl

13:00 Leitin að nálinni í heystakki- tímataka

13:00 Klaufsnyrtingar í höndum Axel Kárasonar dýralæknis

14:00 Kálfasýning

14:30 Flottasta lopapeysan

15:30 Sirkus Íslands

17:00 Sýningu lýkur

17.00 Kappreiðar á reiðvelli

18.00 Grill og lifandi tónlist í Tjarnarbæ

22:00 Trúbba stemming með Sigvalda í anddyri Reiðhallar.

Sunnudagur 18. ágúst

Opin bú í Skagafirði

Kúabúið á Syðri-Hofdölum
verður opið frá kl 12:00-17:00.

Sauðfjárbúið Mannskaðahóll Höfðaströnd
verður opið frá kl 11:00-15:00

Hrossaræktarbúið Þúfur Blönduhlíð
verður opið frá kl 14:00-17:00

Gestastofa Sútarans og Sjávarleður
verður einnig með opið frá kl: 08:00-12:00.