.

Vinnuskólinn á Dalvík er kominn á fullt og hafa krakkarnir í honum verið að prýða og fegra bæinn sinn.

Hafa þau ásamt flokkstjórum sínum tekið leikvöllinn í Skógarhólum og ráðhúsplanið í gegn.

Má sjá það víða um Dalvík að duglegir unglingar úr Vinnuskólanum hafa unnið gott verk.

 

Myndir: Dalvíkurbyggð