Í gær komu þrjú skemmtiferðaskip til Siglufjarðar. Það voru skipin, Ocean Diamond með 180 farþega, Hebridean Sky með 120 farþega og Bremen með 150 farþega.

þannig að ætla má að um 450 ferðamenn hafi skoðað það markverðasta á Siglufirði og eru þá ótaldir þeir sem eru hér á eigin vegum.

Þrjár síldarsaltanir voru yfir daginn við Síldarminjasafn Íslands og höfðu árhorfendur mikinn áhuga á þessari bráðskemmtilegu sýningu.

 

Ferðamenn hafa mikinn áhuga á síldarsöltun við Síldarminjasafnið