Massarína með súkkulaði

  • 200 g marsípan
  • 200 g sykur
  • 200 g smjör
  • 4 egg
  • 120 hveiti
  • 150 suðusúkkulaði

Hitið ofninn í 180°.

Rífið marsípanið gróft og hrærið því saman við sykurinn. Bræðið smjörið og hrærið því saman við marsípan/sykurblönduna þar til blandan myndar jafnan massa. Hrærið eggjunum saman við, einu í einu. Hrærið hveitinu saman við og að lokum hökkuðu súkkulaði. Setjið deigið í 22 cm form  og bakið í um 35 mínútur.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit