Á meðan heimsbyggðin fylgist grannt með HM voru krakkarnir í KF að keppa  og sýna snilldartakta í leikjum helgarinnar.

Eins og Guðný Ágústsdóttir sagði um spilamennsku þeirra í 7. og 8. flokki er leikgleðin með í för eins og myndirnar bera með sér sem hún af leikjunum á 17. júní.

“Það var gaman að horfa á 7. flokk KF spila á 17. júní og sjá hve miklum framförum þau hafa tekið og hve gaman þau hafa af því að keppa.
Engin leiðindi þótt þau hafi mikið keppnisskap, þá voru bara flottir taktar, og tilþrif, hjá þessum efnilegu fótboltakrökkum KF,
þrátt fyrir að lognið væri að flýta sér

Krakkarnir í 8. flokki sýndu mikil tilþrif í leiknum, Reynir markmaður fagnaði manna mest þegar skorað var “hjá hinum” og Óli frændi hans hljóp alltaf “yfir” til hans og tók þátt í fagninu.. og hélt svo áfram að spila
Þau voru alveg frábær og höfðu virkilega gaman af leiknum eins og myndirnar sýna. Já þetta eru framtíðarleikmenn okkar alveg dásamleg ”

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samantekt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Guðný Ágústsdóttir