Bólusetningar gegn inflúensu og Covid-19 hófust á HSN Fjallabyggð í gær, miðvikudaginn 18. okt.

Bólusett verður eftirtalda daga frá kl 13 – 15.30:

Fimmtudaginn 19/10, mánudaginn 23/10 og þriðjudaginn 24/10.

Bólusett verður fyrir inflúensu og Covid á sama tíma.

Athugið að Covid-bólusetning er eingöngu fyrir forgangshópa.

Þeir sem eiga rétt á að fá Covid-bólusetningu eru þeir sem eru með langvinna sjúkdóma, 60 ára og eldri, barnshafandi konur og heilbrigðisstarfsmenn sem sinna fólki í áhættuhópum.

Vinsamlegast pantið tíma í s. 432-4300 (Siglufjörður)  og 432-4350 (Ólafsfjörður) og takið fram í hvaða bólusetningu.

Börn 6 mánaða og eldri verða bólusett gegn inflúensu 2/11 (nánar auglýst síðar).