Á sjálfan kosningadaginn, laugardaginn 26. maí s.l. bauð einn af sonum Siglufjarðar, Elías Þorvaldsson til veislu í tilefni af 70 ára afmæli sínu.  Fjölmenni var í veislunni sem var hin veglegasta í alla staði. Gómsætur matur og drykkur var fram borinn, fjöldi skemmtiatriða var á dagskrá og allir skemmtu sér konunglega.  Jafnvel tapsárir Liverpool aðdáendur mættu þótt sumir væru enn í losti yfir frammistöðu(leysi) síns liðs.

100 manna afmælisveisla

 

Karlakórinn í Fjallabyggð ásamt Rabba í Gautum

 

Kristján Hauksson hreint óborganlegur í hlutverki Danans

 

Elías leikur lagstúf sem prjónaður er í handprjónaða peysu sem karlakórinn gaf afmælisbarninu

 

Birgir Ingimarsson að syngja einsöng með Karlakórnum í Fjallabyggð

 

Sara Lind, afastelpa spilaði á píanó með kórnum, Ómar Hauksson á bassa

 

Ánægðir veislugestir í góðum gír

 

Bræðurnir Stefán og Björn Ólafssynir sungu fyrir afmælisbarnið, sem átti að horfa í augu konu sinnar á meðan

 

Guðný, eiginkona afmælisbarnsins

 

Veislustjóri var Ómar Hauksson

 

Unglingahljómsveitin Gautar frá Siglufirði, kannski byrja þeir að spila aftur, hver veit

 

Gautar tveir, Elli og Sverrir Elefsen

 

Björn “Bubbi” Ólafsson færði afmælisbarninu sérhannaðan pissustaf, við mikinn fögnuð áhorfenda

 

Nákvæmar leiðbeiningar með pissustafnum, sem nýtist bæði eldri og yngri, að sögn Bubba

 

Kvikmyndagerðarmenn höfðu i nógu að snúast

 

Steini Sveins og ónefndur hljóðmaður að ræða eitthvað mjög mikilvægt, – eða ekki

 

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Texti: Gunnar Smári Helgason