Nú er tæpur mánuður liðinn frá því að Trölli.is fór í loftið. Þegar við byrjuðum var okkar eina markmið að bjóða upp á lifandi og skemmtilegan fréttavef þar sem flestir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi.

Fyrir viku síðan vorum við í fyrsta skipti með í samræmdri vefmælingu Modernus og mældumst þá í 40. sæti yfir mest lesnu fréttavefi í samræmdri vefmælingu.

Í dag kom nýr listi fyrir viku 21 ( 21.05.2018-27.05.2018) og erum við þar komin upp í 32. sæti. Eru þessar viðtökur langt fram úr okkar væntingum og þökkum við lesundum okkar kærlega fyrir.

Hér má sjá samantekt Modernus.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Skjáskot: Modernus