Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar 5. desember 2018 var lögð fram tillaga frá H-lista í Fjallabyggð um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar, dagsett 4. nóvember 2018.

Lagt var til að suðurhluti Lækjargötu, milli Aðalgötu og Gránugötu, verði skilgreindur sem útisvæði í stað bílastæða skv. teikningu sem lögð var fram á fundinum.

Tillögu H-lista var hafnað með fjórum atkvæðum (Brynja I. Hafsteinsdóttir, Hjördís H. Hjörleifsdóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Konráð K. Baldvinsson) gegn einu (Helgi Jóhannsson).