Á facebokksíðu Tómasar Atla Einarssonar má sjá færslu og myndir frá því í gær þar sem hann lýsir áhyggjum sínum vegna náttúruspjalla á Barkakollu af völdum torfæruhjóla (krossara)

Séð upp Barkakollu

 

Tómas segir á facebooksíðu sinni  “Gengum á Barkarkollu og Hólkotshyrnu á laugardaginn í góðum félagsskap. Ekkert skyggði á för nema á leið niður af Barkakollu blöstu við okkur för eftir krossara, þar hafa verið á ferðinni tvö hjól og mátti sjá greinileg ummerki eftir hjólin. Þ

etta er ljótt að sjá og spurning hvað gerist þegar vatn fer að seytla eftir þessum rásum. Nú er það spurningin, veist þú hverjir voru þarna á ferð? Ef svo er máttu gjarnan láta mig vita”.

Hægt er að hringja eða senda Tómasi SMS  í síma 863 3119.

 

.

 

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Tómas Atli Einarsson