Bridgefélag Siglufjarðar var stofnað 1938 og var þá eins konar deild í stúdentafélagi Siglufjarðar og er því 80 ára í ár.

Árið 1942 var stofnað formlega sjálfstætt félag með um 50 manns. Fyrstu stjórn skipuðu þeir Ragnar Guðjónsson kennari formaður, Hinrik Thorarensen læknir ritari, og Sigurður Kristjánsson sparisjóðsstjóri gjaldkeri.
Félagið hefur kjörið þrjá heiðursfélaga þá Sigurð Kristjánsson, Gísla Sigurðsson og Eggert Theodórsson.

Núverandi stjórn skipa þau Heiðar Gestur Smárason formaður, Karólína Sigurjónsdóttir, Sigrún Þór Björnsdóttir, Þorsteinn Ásgeirsson og Sæmundur Andesen.

Tímamótunum verður fagnað með því að halda stórmótið The Icelandic Light Bridge Festival hér á Siglufirði helgina 14 til 16 september í íþróttahúsinu og hafa nú þegar 120 manns skráð sig til leiks og má búast við að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn.

Laugardagskvöldið 15. september verður Bridgefélag Siglufjarðar með hátíðarkvöldverð á Rauðku.

Verið að skipuleggja The Icelandic Light Bridge Festival

 

Bridgesamband Íslands var stofnað 26.apríl 1948. Á stofnfundinn, sem haldinn var í Reykjavík, mættu 25 fulltrúar frá 6 bridgefélögum: Bf. Akureyrar, Bf. Siglufjarðar, Bf. Selfoss, Bf. Vestmannaeyja, Bf. Hafnarfjarðar og Bf. Reykjavíkur. Fyrsti forseti BSÍ var Lárus Fjeldsted hrl. Eftir fundinn var haldin bæjarkeppni milli þessara 6 félaga. Bf. Reykjavíkur vann þessa keppni, sem kannski mætti kalla fyrsta Íslandsmótið.

Í dag eru starfandi 28 bridgefélög í öllum landshlutum. Um 1000 manns spila reglulega keppnisbridge í félögum innan BSÍ, auk mikils fjölda fólks sem spilar sér til skemmtunar í heimahúsum og á vinnustöðum.

Tunnumót 2016:
1. Guðlaug Márusdóttir og Ólafur Jónsson
2. Gunnar og Jón / Gylfi Páls
3. Jón Tryggvi og Stefán

 

Frétt og myndir: aðsent