Það stóð til að fresta leik KF og Ægis vegna veðurs, en þar sem veður hefur skánað er stefnt að því að hafa hann í dag, föstudaginn 15. júní kl. 18.00.

Á facebooksíðu Knattspyrnufélags Fjallabyggðar segja þeir m.a.
“Strákarnir hafa ekki fengið óskabyrjun á mótinu og ætlum við ÖLL í sameiningu að snúa blaðinu við. Þetta er ákall til ykkar kæru íbúar Fjallabyggðar að mæta á völlinn og styðja við bakið á strákunum og ná í þessi 3 stig saman”

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Mynd af netinu