Bændamarkaður Hofsósi opnar fyrst laugardaginn 30. júní 2018, en sömu helgi er Bæjarhátíð á Hofsósi með skemmtilegri dagskrá.  Bændamarkaðurinn verður starfræktur í Pakkhúsinu í gamla þorpskjarnanum á Hofsósi í sumar, á laugardögum kl 13-16.

Bændur og aðrir framleiðendur í Skagafirði munu selja afurðir sínar á markaðnum. Á boðstólnum verður kjöt, fiskur, egg, grænmeti, blóm, hunang, handverk og fleira.

Markmiðið með starfi Bændamarkaðarins Hofsósi er að auka aðgengi nærsamfélagsins og gesta að frumframleiðslu og afurðum Skagafjarðar og styðja þannig starf framleiðenda til aukinnar sjálfbærni samfélagsins og miðla um leið menningarsögu og hefðum staðarins.

Um samfélagsverkefni á vegum Matís ohf. er að ræða, enda þátttaka bænda og framleiðenda í markaðnum gjaldfrjáls. Þá leggur Þjóðminjasafn Íslands hið menningarsögulega Pakkhús frá um 1777 til verkefnisins skv. samningi við Matís ohf. en Pakkhúsið er hluti af Húsasafni Þjóðminjasafnsins.

Myndir og texti aðsent.