KF heimsótti KH á Valsvelli á hlíðarenda laugardaginn 23. júní í 7. umferð 3.deild karla.
KH byrjaði leikinn betur og komust yfir á 18. mínútu. KF náði að koma boltanum í markið en dæmd var rangstaða sem var rosa tæpt. KF náði ekki að svara fyrir sig og var staðan 1-0 fyrir KH í hálfleik.
KF kom ekki vel út í seinni hálfleikinn á refsuðu KH menn strax með marki á 47. mínútu. 12 mínútum síðar komast KH í skyndisókn sem endar með að þeir gera út um leikinn 3-0. Á 70. mínútu fær KF aukaspyrnu út á kanti sem endar með fyrirgjöf og þar stekkur varnarmaðurinn Jordan Damachoua hæðst og skallar glæsilega inn og staðan orðin 3-1. líf kom í sóknarleik KF og sóttu þeir í restina stíft á KH. KF náði ekki að bæta við fleiri mörkum og tap staðreynd gegn gríðarlega sterku og flottu liði KH.
KF er aftur komið á botn deildarinnar ásamt einherja með 6.stig en aðeins munar einu stigi frá sjötta og niður í það tíunda sæti.

Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn KV þann 30. júní.

Áfram KF

Frétt af vef: Knattspyrnufélags Fjallabyggðar