Gestaherbergið opnar upp á gátt í dag. Þau Palli og Helga bjóða ykkur upp á íslenskt lagaþema í dag og þá er um að gera fyrir lesendur að velja sér lag og skella því í komment á fésbókarsíðu Gestaherbergisins.

Við heyrum lag úr tónlistarhorni Juha og í þetta sinn valdi hann rokklag frá Kanada. Við spilum áhættulagið, kíkjum á afmælisbörnin á Facebook og skoðum hvað er að frétta á netmiðlunum.

Hlustið á Gestaherbergið klukkan 17:00 til 19:00 í dag á FM Trölla og á trolli.is