Átak hófst í endurnýjun gangstétta í Fjallabyggð sumarið 2021 enda gangstéttir víða í sveitarfélaginu orðnar lélegar og rík þörf á að leggja nýjar á þeim stöðum þar sem engar voru fyrir.  

Á Siglufirði var einnig lagt gras á milli götu og gangstéttar við Snorragötu.

Í sumar var unnið að endurnýjun gangstétta í Ólafsfirði við Ægisgötu, milli Ólafsvegar og Strandgötu, við Strandgötu milli Ægisgötu og Hafnargötu og við Ólafsveg milli Ægisgötu og Aðalgötu.

Unnið verður að endurnýjun gangstétta á Siglufirði við Grundargötu milli Aðalgötu og Eyrargötu og við Hlíðarveg númer 18 – 22 á næstu vikum.

Verkið var unnið af Sölva Sölvasyni verktaka á Siglufirði og er frágangur til fyrirmyndar.

Einnig hefur verið unnið að umferðaröryggisaðgerðum við leikskóla Fjallabyggðar með þrengingum gatna og hraðahindrunum.  Aðgerðunum er ætlað að draga úr umferðarhraða og auka umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar.

Mynd og heimild/Fjallabyggð