Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur á 137. fundi hafnastjórnar Fjallabyggðar um landaðan afla með samanburði við fyrra ár.

Á Siglufirði höfðu þann 7. maí 3742 tonn borist á land í 188 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 2844 tonn í 141 löndunum.

Á Ólafsfirði höfðu 118 tonn borist á land í 88 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 141 tonn í 111 löndunum.

Á fundinum fór yfirhafnarvörður yfir ýmis málefni Fjallabyggðarhafna og leggur hafnarstjórn áherslu á að ljós í neyðarstigum við bryggjur verði endurnýjuð.
Einnig felur hafnarstjórn deildarstjóra tæknideildar að hefja viðræður við Vegagerðina vegna uppsetningar á kanttré við Togarabryggju.