Íbúum í Fjallabyggð fjölgaði um 6 manns frá 1. desember 2021 – 1. mars 2022, er það fjölgun upp á 0,3%.

Íbúar í Fjallabyggð eru nú 1.977, þann 1. desember 2021 voru íbúar 1.971, 1. desember 2020 voru 1.987 og 1. desember 2019 voru íbúar 2.007.

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 302 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. mars 2022 og íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar fjölgaði um 106 íbúa á sama tímabili.

Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á þessu tímabili um 56. og í Reykjanesbæ hefur fjölgað nokkuð hressilega á umræddu tímabili eða um 120 íbúa tímabilinu.

Íbúum fjölgar hlutfallslega mest í Eyja- og Miklaholtshreppi Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Eyja- og Miklaholtshrepps fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna þrjá mánuði eða um 3,9% en íbúum þar fjölgaði um 4 íbúa.

Fækkar lítilsháttar í þremur landshlutum. Íbúum hefur fækkað lítilsháttar í þremur landshlutum á síðastliðnum þremur mánuðum. Hlutfallslega mest var fækkunin á Norðurlandi vestra eða um 0,5% eða um 37 íbúa. Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 0,7%.

Mynd/Kristín Magnea Sigurjónsdóttir
Heimild/Þjóðskrá