Kjöthleifur á pönnu

 • 700 g blandað hakk (nautahakk og svínahakk)
 • 1 fínhakkaður laukur
 • 1 pressað hvítlauksrif
 • 1 msk kalvfond
 • 1 egg
 • 1 tsk salt
 • pipar

Sósan:

 • 1-2 msk balsamik sýróp
 • 3 dl vatn
 • 3 dl rjómi
 • 1 msk sojasósa
 • 2 msk kalvfond
 • ca 100-200 g rjómaostur
 • salt og pipar
 • 1 dós sveppir

Hrærið öllum hráefnunum í kjöthleifinn saman. Hitið pönnu í miðlungshita og bræðið smjör á henni. Setjið kjötblönduna á pönnuna og fletjið hana út í flata köku. Steikið við miðlunghita, notið disk til að snúa kjöthleifnum og steikið á hinni hliðinni. Skerið hann í sneiðar (eins og köku) til að sjá hvort kjöthleifurinn er steiktur í gegn.

Blandið saman vatni, rjóma, kalvfond og balsamiksýrópi og hellið yfir kjöthleifinn. Látið sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Takið nokkrar sneiðar af kjöthleifnum frá og hrærið rjómaostinum saman við sósuna. Bætið sveppunum út í og látið sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar. Setjið kjöthleifssneiðarnar aftur á pönnuna og berið fram beint af pönnunni með kartöflum og salati.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit