Cocoa Alpha Bite morgunkorn sem keypt var á Siglufirði fyrir tveim vikum innihélt teiknibólur að því er segir á Vísir.is.

Þar segir kona sem lenti í því að þriggja ára barnabarn hennar fann teiknibólur í morgunkorninu sínu að upplifunin hafi verið hræðileg. Verið er að skoða hvernig þetta gat gerst en það er undir Matvælastofnun komið að innkalla vöruna. 

Ásta Gunna Kristjánsdóttir sat í gærmorgun heima hjá sér ásamt þriggja ára barnabarni sínu sem var í heimsókn yfir helgina. Barnabarn Ástu var að borða morgunkorn sem hún hafði keypt tveimur vikum áður á Siglufirði. Morgunkornið heitir Cocoa Alpha Bites og er frá fyrirtækinu BEAR. 

„Hún fær morgunmat einn dag þarna fyrir norðan og svo tek ég pakkann með mér heim. Svo er hún hjá mér núna um helgina og ég gef henni að borða. Ég sit hjá henni, þá tekur hún úr munninum teiknibólu og segir „Amma, maturinn stingur“ og segir mér að hún hafi meitt sig í tönnunum. Ég spyr hana hvað hún er með þá var hún með teiknibólu í munninum,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu.

Sjá nánar á Vísi.is

Mynd/af netinu