Fréttaritar Trölla.is, þau hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason dvelja hluta úr ári á Gran Canaria. Þau búa í helli sem þau eiga í Angostura gljúfri ásamt 25.000 fm landi í fjöllunum fyrir ofan bæinn Vecindario.

Í gær var þriðji í útgöngubanni hjá okkur hellisbúum.

Ekki fundum við mikið fyrir þessari skerðingu sem íbúar um gjörvalla Evrópu finna fyrir um þessar mundir og erum þakklát fyrir það rými sem við höfum hér allt í kring.

Annars var fremur kalt í veðri hér upp til fjalla og spáir því næstu daga svo við notumst bara við hitablásara hér innandyra í hellinum.

Annars er farið að minnka ískyggilega í ísskápnum eins og sést í myndbandinu, svo Gunnar fer til byggða í dag eða á morgun til að ná í vistir.

Í gær kom fyrsta myndbandið frá okkur á YouTube og erum við rasandi bit á viðtökunum. Ætlum að halda þessari vinnu ótrauð áfram og segja frá lífinu og tilverunni hér fjarri mannabyggðum.

Sjá fyrri fréttir af útgöngubanninu: HÉR