Forsvarsmenn útvarpstöðvarinnar FM Trölla hafa bætt við þá þjónustu, fréttavef undir heitinu Trölli.is. Við ætlum að leitast við að hafa lifandi og upplýsandi fréttir frá hlustendasvæði okkar, sem er frá utanverðum Eyjafirði, Hrísey, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði og Hvammstanga og nágrenni. Einnig erum við innan tíðar að fara í loftið á Sauðárkrók og nágrenni.

En auðvitað er ekkert okkur óviðkomandi, ætlum að fylgjast vel með landsmálunum og sérstaklega því sem snýr að norðurlandinu.

Okkur langar til að biðja lesendur okkar að senda okkur hugmyndir að fréttatengdu efni og dægurmálum. Ekki finnst okkur verra að hafa jákvæða strauma í farteskinu hér á Trölla.is.

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir