Á 656. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn bæjarstjóra vegna erindis Vegagerðarinnar dags. 11.06.2020, þar sem óskað var eftir afstöðu sveitarfélagsins til erindis Leyningsáss ses. til Vegagerðarinnar, þess efnis að hlé verði gert á vegaframkvæmdum í Skarðsdal á meðan farið er yfir framkvæmdina í heild af hagsmuna- og fagaðilum.

Lögð fram umsögn bæjarstjóra dags. 26.06.2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar setur sig ekki upp á móti frestun framkvæmda í Skarðsdal svo fremi að um það náist samkomulag aðila sem að verkinu koma en beinir því til Vegagerðar og Leyningsáss ses. að leitað verði leiða til að ljúka þeim framkvæmdum sem mögulegar eru án þess þó að til lokunar skíðasvæðisins komi.

Einnig beinir bæjarráð því til stjórnar Leyningsáss ses. að fram verði sett kostnaðaráætlun vegna flutnings mannvirkja og eða nýbyggingaframkvæmda sem af flutningi skíðasvæðis leiða. Að síðustu vill bæjarráð ítreka og leggja áherslu á nauðsyn þess að Ofanflóðasjóður (ríkisvaldið) komi að þeim kostnaði sem fellur til vegna flutnings skíðasvæðis.

Skarðsvegur – hönnun veglína og fláafleygar
Skarðsvegur – yfirlitsmynd
Vegagerðin, ósk um afstöðu Fjallabyggðar
Beiðni Leyningsáss ses. um frestun framkvæmda við Skarðsveg
Umsögn vegna beiðni Leyningsáss ses. um frestum framkvæmda við Skarðsveg

Mynd/Steingrímur Kristinsson