Helgi Jóhannsson hefur lent í því í tvígang með stuttu millibili að stungið hefur verið á hjólbarða á bílnum hans sem stendur á bílastæðinu utan við Arion banka á Siglufirð á vinnutíma.

Það hefur verið staðfest af dekkjaverkstæði að notað var oddhvasst áhald og stungið á belginn (hliðina á dekkinu) og það er ekki hægt að gera við.

Dekkin eru því ónýt í bæði skiptin. Ef einhver hefur orðið var við óeðlilegar mannaferðir á bílastæðinu í gærdag, föstudaginn 3. júlí er viðkomandi beðin/n að láta Helga endilega vita af því.

Ekki hafa borist spurnir af skemmdum á öðrum bílum og ætlar Helgi að kæra athæfið til lögreglu.

Bíllinn stendur nánast alltaf á sama stað, nyrst á bílastæðinu og er svartur jepplingur.