Þrettánda árið í röð er Ísland í fyrsta sæti á lista yfir friðsælustu lönd heims, Global Peace Index.

Samkvæmt nýustu úttekt  Institute for Economics & Peace (IEP) situr Ísland enn á toppnum, en Nýja Sjáland og Portúgal eru í öðru og þriðja sæti.

Stofnun fyrir hagfræði og frið (IEP) hefur tekið saman alþjóðlega friðarvísitölu á hverju ári síðan 2008.

Til að mæla frið gefur IEP stig í þremur flokkum, byggt á 23 eigindlegum og megindlegum atriðum. Lönd geta fengið stig fyrir almennt öryggi, viðvarandi deilur innanlands og á alþjóðavettvangi, og hernað.

Meginniðurstaða skýrslunnar í ár er sú að öryggi heimsins hefur minnkað lítillega milli ára. Síðan 2008 hefur friðsæld heims minnkað um 2,5 prósent. Þetta er þó ekki einsleitur samdráttur – þar sem 81 land sér batnandi heildar friðsæld á þessu ári.

Fyrir frekari upplýsingar, má sjá skýrsluna sem er rúmlega 100 blaðsíur með alls kyns línuritum, súluritum og samanburðartöflum í heild hér á ensku.

Mynd og heimild: icelandnaturally.com