Plötuspilarinn verður í beinni útsendingu frá Studio 7 á Englandi í dag kl. 17. Þá mun Oskar Brown, stjórnandi þáttarins, bjóða hlustendum FM Trölla upp á tónlistarblöndu þar sem ægir saman bæði gömlum og nýjum lögum með frábærum flytjendum, víðsvegar að úr heiminum.  

Á meðal þeirra sem að koma við sögu í þættinum í dag eru Adele og Andy, Bubbi Morthens, Dr Gunni, Pat Benatar, Laddi, RAVEN, og ROJOR. 

Endilega stilltu á FM Trölla frá kl. 17 í dag, þú sérð ekki eftir því. 

Plötuspilarinn er á FM Trölla alla föstudaga frá kl. 17:00 – 18:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is