Kjötbollur í möffinsformi (uppskriftin gefur um 10 bollur)

  • um 500 g nautahakk (1 bakki)
  • ½ dl haframjöl
  • ½ dl parmesan ostur (vel þjappað)
  • 1 egg
  • ½ dl tómatsósa
  • ½ tsk hvítlaukskrydd
  • salt og pipar
  • 1 tsk Worcestershire sósa
  • 1 ½ – 2 dl af því grænmeti sem til er (t.d. paprika, rauðlaukur og sveppir, eða brokkólí og rifnar gulrætur…. allt gengur!)

Hitið ofninn í 180°. Blandið öllum hráefnunum saman í skál (ég nota k-ið á hrærivélinni, en það er líka hægt að nota bara hendurnar eða sleif). Þjappið blöndunni í möffinsform (ég spreyja það áður með PAM). Setjið smá tómatsósu yfir og bakið í 30-35 mínútur.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit